Samtök móðurmálskennara

Samtök móðurmálskennara voru stofnuð formlega í júní 1978. Félagsmenn eru nú um 550 og nýir félagar eru ávallt boðnir velkomnir. Samtökin eru fyrst og fremst fagfélag íslenskukennara á öllum skólastigum en þau eru jafnframt opin öllum þeim sem láta sig varða kennslu íslensku sem móðurmáls. Samtökin hafa frá upphafi gefið út Skímu og þau hafa staðið fyrir fjölbreyttum námskeiðum, ráðstefnum og fundum.

Með því að gerast félagi í Samtökum móðurmálskennara opnast leiðir til að fylgjast með því sem hæst ber í faginu og mynda mikilvæg tengsl við móðurmálskennara um land allt og á Norðurlöndunum. Félagsmenn fá sendar fréttatilkynningar og upplýsingar um nýtt efni í Skímu. Þeim stendur til boða að sækja fundi og námskeið á vegum Samtakanna og Nordspråk sem eru samtök norrænna móðurmálskennara. Félagsmenn geta einnig sótt sér kennsluhugmyndir og -verkefni á vef Samtakanna og deilt eigin hugmyndum.

Markmið Samtakanna er að láta sig varða allt sem snertir vöxt, viðgang og kennslu móðurmálsins og að vinna að vernd og viðgangi íslenskrar tungu á öllum sviðum Þessum markmiðum hyggst félagið ná á eftirfarandi hátt:

  • með því að efla samstarf íslenskra móðurmálskennara
  • með því að fylgjast með og beita sér fyrir nýjungum í móðurmálskennslu
  • með því að auka þátt kennara í að móta kennsluna, inntak hennar og aðferðir
  • með því að láta sig skipta menntun móðurmálskennara og hafa samskipti við þær stofnanir sem þá menntun annast
  • með því að efla tengsl við þá sem semja námskrár og námsefni á vegum menntamálaráðuneytis
  • með samskiptum við þá aðila utan skólans sem öðrum fremur hafa áhrif á íslenskt mál
  • með því að leita tengsla við móðurmálskennara erlendis með því að efna til ráðstefnuhalds, námskeiða og útgáfustarfsemi

Läs mera på föreningens hemsida! 

Leave a Reply